Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

Fjórða GÍR mót ársins og bikarinn!

Óli Gylfa sigraði í fjórða GíR móti ársins, Gummi Helgi varð í öðru sæti og Gummi Hrafn í því þriðja. Ánægjulegt að sjá að yfirráðum Baldurs og Jóa í efstu sætunum er lokið.

Af bikarnum er að það að frétta í leik Jóa og Gumma að GPS-inn virkaði ekki hjá Gumma og hann var sleginn út
úr bikarnum. Úrslitin réðust á síðustu holunni í mjög jöfnu geymi. Jói heldur því áfram og Gummi fellur út.


Útilegumót 2K10 - úrslit

Útilegumótið tók óvænta stefnu þetta árið, ferðinni var heitið á Apavatn en endaði í Varmalandi í bongó blíðu og 20 stiga hita. Gústi tók suðurleiðina og endaði hann í 6 tíma ferðalagi.  Spilað var á Hamri í Borgarnesi og var völlurinn uppá sitt besta. Skorið var ágætt en greinilegt að sumir eru vanari að spila í USA (sól og hiti) en hinir. Woundering

Skemmst er frá því að segja að Baldur tryggði sér sigur enn einu sinni og er hann á húrrandi siglingu í lækkun á forgjöf þessa dagana. Jói og Gústi enduðu báðir á 35 punktum en Gústi var betri á seinni 9 holunum.  Aðrir voru verri og var síðasti maður með 29 punkta.  Gummi Helgi tók fyrri nándarverðlaunin á annarri holu og Baldur þau seinni á áttundu holu.

Baldur er kominn með nokkuð þægilegt forskot á mótaröðinni en Jói er að veita honum smá samkeppni.  Í liðakeppninni var mikil spenna og voru tvö lið jöfn að stigum, Jói og félagar unnu á fleiri samanlögðum punktum á seinni níu.

Maggi spilaði á Flúðum og skildi ekkert í því afhverju enginn var á svæðinu, lagði inn kæru til mótanefndar en hafði ekki erindi sem erfiði.  Bjöggi var forfallaður vegna tvíburana og var of illa sofinn og treysti sér ekki til mæta.

Aðrir voru mættir og skal taka fram að Gummi Helgi mætti í útileguna í fyrsta sinn, eitt klapp fyrir honum og hans fjölskyldu.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband