Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

GíR mót nr.1

Þá er fyrsta mót ársins í GíR mótaröðinni að baki, skemmst er frá því Sigurvegarar í móti 1að segja að einungis einn leikmaður spilaði á yfir 30 punktum og sigraði hann mótið með miklum yfirburðum.  Óhætt er að segja að vorbragur hafi verið á spilamennskunni í Þorlákshöfn og völlurinn var fljótur að refsa þegar menn lentu utan brautar.

Úrslit urðu eftirfarandi Björgvin var með 35 punkta, Guðmundur Helgi var með 29 punkta eins og Finni en Gummi Helgi var betri á seinni níu holunum. Nándarverðlaunin hirtu Bjöggi og Baldur!

Staðan eftir fyrsta mót verður birt í næsta bloggi.

 


Mánudagsmótaröðin 19.05

Mánudagsmótaröðin hófst með miklum krafti og var greinilegt að menn voru mættir til að skora.  Eftir fyrstu þrjár brautirnar var nokkuð ljóst að allur kraftur var farinn úr flestum.  Þó sýndi Bjöggi diskótakta og var mikið fyrir Bogey....  Endaði geimið þannig að menn létu 9 holur duga til að spara sig og koma gríðarlega sterkir inn í fyrsta GÍRmótið þann 20.05.

Fyrsta GíR mót ársins

Fyrsta mót ársins mun fara fram í Þorlákshöfn í dag, munu allir meðlimir GÍR taka þátt í mótinu nema Robbi sem er í skólanum og svo er spurning hvort Gummi Helgi finni golfkylfurnar í skúrnum.

Búist er við jöfnu og spennandi móti á erfiðum velli! Vindurinn á að aukast með kvöldinu og getur hann haft úrslita áhrif á linksaranum í Höfninni. 

Mánudagsmótaröðin hófst í gær á Oddinum en ekki hafa farið neinar sögur af spilamennsku manna þar!

HJ


Úrslit í meistari meistaranna!

Haddi vann meistari meistaranna með tveggja punkta mun, hann lék seinni 9 holurnar af miklu öryggi á tveim yfir pari og lagði grunninn að sigrunum þar!

Haddi hefur því sett stefnuna á að vinna þrefalt í ár!


Meistari meistaranna

Í kvöld mun fyrsta GíR mót ársins fara fram á Bakkakots velli, mótið er lokað þar sem sigurvegarar úr keppnum síðasta árs munu mætast og spila um titilinn meistari meistaranna.

Þátttakendur hafa tekið undirbúninginn í veturinn svolítið sérhæft og verður hér rennt yfir vetrardagskrána hjá mönnum og spáð í sigurlíkur kylfinganna.

Baldur - Fjármála og skrifstofu hefur verið að spila mikið erlendis og því má búast við að hann ströggli aðeins á flötunum þar sem rennslið á Bakkakotsvelli er ekki alveg það sama og í USA.  Baldur fékk sér nýtt sett í vetur (Ping i10) og verður hann því að teljast sigurstranglur í kvöld.

Gummi - Auglýsingagúrúinn hefur hallað sér meira að kellingum og djamminu í vetur og hefur hans golf þjálfun því meira verið á andlegu nótunum, engu að síður sáust góðir taktar hjá honum í Þorlákshöfn á dögunum þar sem spilamennska hans með járnunum var til stakrar prýði.

Haddi - Íþróttakennarinn hefur ekki æft sem skyldi í vetur, hefur verið að sinna golfkennslu auk þess að vera í námi. Æfingamagnið er ekki mikið en eiga samt eflaust eftir að skila sér í sumar, Haddi hefur sett stefnuna á að vinna tvöfalt í ár.

Jói - Slökkviliðsmaðurinn hefur æft í laumi í vetur auk þess sem hann hefur farið erlendis til þess að spila golf, forvitnilegt verður að sjá hvort Jói mæti með nýjan dræver í fyrsta mót sumarsins þar sem gamli dræverinn hans (TaylorMade 580) er ólöglegur.

Megi besti kylfingurinn vinna! 

Kveðja Pælarinn!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband