Golfvellirnir að koma til á klakanum
9.4.2007 | 00:26
Einn meðlima GíR spilaði í Þorlákshöfn yfir páskana og var það verulega skemmtilegt að vera að spila golf á þessum tíma árs á Íslandi. Völlurinn var í þokkalegu standi miðað við árstíma og gefur hann skemmtileg fyrirheit um að golfsumarið byrji snemma í ár.
Fleiri vellir líta nokkuð vel út og má þar nefna Leiruna sem leit vel út um páskana, græni liturinn er farinn að láta meira á sér kræla þar heldur en í Þorlákshöfn og ekki ólíklegt að einhverjir meðlimir GíR spili í móti þar nú í apríl. Hvet aðra kylfinga að gera slíkt hið sama
Flokkur: Golffréttir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.