Nýbakaður faðir vinnur Masters mótið
9.4.2007 | 00:19
Johnson sem varð faðir í fyrsta sinn fyrir um það bil þrem mánuðum kom eins og þruma úr heiðskýru lofti þegar hann tryggði sér sigur á Masters mótinu. Gaman að sjá fleiri kylfinga koma sterka inná PGA mótaröðina, en Johnson hafði sigrað á einu móti í fyrra og var gengið hjá honum ekki búið að vera neitt sérstakt.
Johnson var að spila þétt golf á mjög erfiðum Augusta National velli. Johnson var ískaldur og má segja að hann hafi einungis stigið eitt feilspor á lokadeginum en að var þegar hann þrípúttaði á 17 holunni, hann setti fyrir vikið smá spennu í mótið þar sem Tiger fékk örn á sama tíma og minnkaði muninn í tvö högg.
Tigerinn var frekar kaldur á síðasta keppnisdeginum og spilaði einungis á parinu.
Rennslið á flötunum á Augusta var skuggalegt og var meðalskorið á þriðja keppnisdegi um 78 högg eða fimm högg yfir pari vallarins en þá var frekar kalt og vindur jók rennslið enn frekar. Meðalskorið var um 74 högg á síðasta keppnisdeginum og aðstæður mun skárri en daginn áður, miklir þurkar gerðu völlinn mjög erfiðan yfir alla keppnisdagana.
Zach Johnson sigraði á Mastersmótinu í golfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Golffréttir | Breytt s.d. kl. 00:32 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.