Færsluflokkur: Golffréttir

Ný dagsetning í aðalfundinum!

Aðalfundurinn verður haldinn 22.mars eða 12. apríl. Fundurinn verður haldinn heima hjá Gumma Hrafni, GíRarar þurfa að taka daginn frá þar sem stefnt er að því að byrja prógrammið uppúr kl.15.

Kl: 15 Bolti eða golfhermir

Kl: 17 Pottaferð

Kl: 18 Fundur hefst


Golfvellirnir að koma til á klakanum

Einn meðlima GíR spilaði í Þorlákshöfn yfir páskana og var það verulega skemmtilegt að vera að spila golf á þessum tíma árs á Íslandi.  Völlurinn var í þokkalegu standi miðað við árstíma og gefur hann skemmtileg fyrirheit um að golfsumarið byrji snemma í ár.

Fleiri vellir líta nokkuð vel út og má þar nefna Leiruna sem leit vel út um páskana, græni liturinn er farinn að láta meira á sér kræla þar heldur en í Þorlákshöfn og ekki ólíklegt að einhverjir meðlimir GíR spili í móti þar nú í apríl. Hvet aðra kylfinga að gera slíkt hið sama Wink


Nýbakaður faðir vinnur Masters mótið

Johnson sem varð faðir í fyrsta sinn fyrir um það bil þrem mánuðum kom eins og þruma úr heiðskýru lofti þegar hann tryggði sér sigur á Masters mótinu. Gaman að sjá fleiri kylfinga koma sterka inná PGA mótaröðina, en Johnson hafði sigrað á einu móti í fyrra og var gengið hjá honum ekki búið að vera  neitt sérstakt.

Johnson var að spila þétt golf á mjög erfiðum Augusta National velli.  Johnson var ískaldur og má segja að hann hafi einungis stigið eitt feilspor á lokadeginum en að var þegar hann þrípúttaði á 17 holunni, hann setti fyrir vikið smá spennu í mótið þar sem Tiger fékk  örn á sama tíma og minnkaði muninn í tvö högg. 

Tigerinn var frekar kaldur á síðasta keppnisdeginum og spilaði einungis á parinu. 

Rennslið á flötunum á Augusta var skuggalegt og var meðalskorið á þriðja keppnisdegi um 78 högg eða fimm högg yfir pari vallarins en þá var frekar kalt og vindur jók rennslið enn frekar. Meðalskorið var um 74 högg á síðasta keppnisdeginum og aðstæður mun skárri en daginn áður, miklir þurkar gerðu völlinn mjög erfiðan yfir alla keppnisdagana.

 

 


mbl.is Zach Johnson sigraði á Mastersmótinu í golfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Golfkennsla á Golf Digest

Má til með að benda áhuga sömum kylfingum á The Golf Digest Challenge þar sem kylfingar fá æfingaáætlun og ýmisleg gagnleg hjálpartæki og leiðbeiningar sem eiga að lækka forgjöfina! 

Skemmtilegt síða sem ætti að hjálpa mönnum í golfinu þeim algjörlega að kostnaðarlausu!


Mikki í rugli

Mickelson (sem er í miklu uppáhaldi hjá pabba)Smile er ekki að hitta boltann þessa dagana, kallinn á 5 höggum yfir pari á fyrsta keppnisdegi á CA heimsmótinu í golfi sem fram fer á Miami.

Ég er smeykur um að hann ætti að drífa sig á samning hjá Taylor Made svo hann fái nú réttu græjurnar í hendurnar og fari að gera eitthvað að viti!!!!!!


mbl.is Mickelson og Scott léku af sér í Miami
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband